Eigum við öll rétt á öllu

Það er einhver veruleika firring í þessu samfélagi. Það er eins og fólk sé ekki enn búið að gera sér grein fyrir fjárhagslegri stöðu landsins. Maður heyrir stöðugt þessa daganna hverja starfsstéttina væla um að hinir og þessir eigi rétt á þessu og hinu. Sjómenn með sjómannaafsláttinn, Kennarar með skerðingu á kostnaði til menntamála og svo væri áfram hægt að telja. Ástæðru þessa er að við höfum lifað um efni fram síðustu ár. Þingmen, ráðherrar opnuðu dyr fyrir fégráðuga menn sem nýttu sér það allt hvað þeir gátu. Þessa sömu þingmenn hefur þjóðin nú kosið til að sækja fé í vasa okkar til að borga brúsann. Svo einfalt er það. Því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir að það er takmarkað sem 300.000 manna samfélag hefur efni á því betra. Sjómannaafsláttur var settur á fyrir 55 árum og löngu tímabært að taka hann af. Þetta var sett á meðan menn voru á skítakoppum vikum saman út á ballarhafi. Togarar nútímans eru flestur betur búnir þægindum en heimili áhafnarinnar. Held að sjómenn séu síðasta starfstétt þessa lands sem ætti að væla í því ástandi sem er. Sorry.

Af reynslu minni af skólastarfi barnaskólanna má stytta þetta skólaár um 2-3 vikur. Það bitnar ekki á neinum nemendum (Já kannski launum kennara) Síðustu vikurnar er kennsla sáralítil og nemendur hanga þarna pirraðir ásamt kennurum í bið eftir sumarfríinu. Þarna hef ég reynslu með tvö börn á grunnskólaaldri.

Verðum að fara að taka þá raunstöðu að Þegar innkoman minnkar eða skuldir aukast er bara eitt að gera í stöðunni. Það er að breyta lífsmunstrinu. Maður hættir að fara í hádegismat á Holtinu og fær sér pylsu á Bæjarins bestu eða tekur hreinlega með sér nesti að heiman.


mbl.is Afþakka boð ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband