Nýir tímar staðnað slagorð

Þessi óður vinstri manna um að það sé lífsnauðsynlegt að hvíla Sjálfstæðisflokkinn er orðið hálflúið slagorð. Eitthvað sem ég hef heyrt í öll þau ár sem ég hef haft kosningarrétt. Ekki að ég sé gall harður sjálfstæðismaður en bara þetta að geta ekki boðið eigin verk heldur að kjóstu mig af því að það þarf að hvíla eitthvað annað og þá er ég næst besti kosturinn í stöðunni. Halló - er álitið á eigin getu ekki meira en það? Hvenig væri að segja bara hreint út ég stend fyrir þessu eða hinu, ég vil gera þetta að hitt. Svandís ég kýs þig ekki bara til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn, þú talar eins og þú sért varamaður í handboltaleik. En ég skal mögulega kjósa þig út á það sem þú ætlar þér að stefna að með setu á þingi en ekki sem varmann Sjálfstæðisflokksins sem kemur inn á völlinn bara til að hvíla aðalliðið....
mbl.is Vinstristjórn lífsnauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband